Search
FyrirvariESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu.

APIS & eAPIS – Advanced Passengere Information System Útskýrt

Það kemur líklega engum á óvart að Bandaríkin taka landamæragæslu hjá sér mjög alvarlega. Annars vegar getur það látið fólki líða eins og verið sé að ryðjast inn í einkalíf þeirra á hverju strái. Á hinn bóginn þá er ástæða til þess í ljósi sögu þeirra að þeir hafa ákveðið að skoða nánar þá sem ferðast til og frá landinu.

 

Hvað er APIS?

The Advance Passenger Information System, eða APIS, fer fram á það að upplýsingum um ferðamenn sem ferðast milli landa, sjó eða loftleið, séu sendar á Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (DHS) áður en ferðamenn fá að fara inn í landið. Stofnunin sem sér um APIS upplýsingar er Bandaríska landamæraeftirlitið (CBP). Í rauninni þýðir það að þegar þú flýgur farþegaflug mun flugfélagið þitt afhenda upplýsingar um alla farþega út frá því hvað stendur á vegabréfinu, allt frá því að vera fullt nafn og kyn yfir í þjóðerni og land búsetu.

Bandaríkin eru ekki heldur eina landið með reglur um upplýsingar um ferðamenn. Lönd eins og Kanada, Frakkland og Kína eru hvert með sitt svipaða kerfi til að skrásetja ferðalög fólks yfir landamæri þeirra. Hafðu í huga að sum flugfélög fara fram á að þú gefir upp þessar upplýsingar að minnsta kosti 72 klukkustundum áður en flogið er, skipulegðu þig fram í tímann, það er nauðsynlegt fyrir millilandaferðalög. Sem betur fer er ferlið til að senda inn nauðsynlegar upplýsingar orðið straumlínulagað síðan reglurnar voru settar. Manstu eftir öllum spurningunum sem þú þurftir að fylla út meðan þú varst að reyna að bóka sæti í flugvélinni? Flugfélagið sem við á hverju sinni safnar öllum þeim upplýsingum og sendir áfram á þar til gerðar stofnanir áður en flugið fer á loft.

 

Hvað er eAPIS?

Talandi um að senda helling af persónugreinanlegum upplýsingum, hvernig virkar það eiginlega? Einkaflugvélar nota eAPIS sem er vefsvíða opin öllum sem gerir mögulegt fyrir smærri flugfélög a senda inn gögn til CBP rafrænt. Þessu fylgir tollskrá fyrir ferðina að minnsta kosti klukkutíma fyrir brottför. Í slíkum dæmum er það flugmaðurinn sem ber ábyrgð á því að nauðsynlegum gögnum um hvern og einn farþega sé safnað og þau send til Bandarískra yfirvalda.

Það eru nokkrar áhugaverðar stöður þar sem einkaflug sem fer á loft í afskekktum stað án internetsambands þarf að lenda aftur utan Bandaríkjanna til að senda farþegalistann. Það er vegna þess að eAPIS er venjulega send gegnum einfalda vefsíðu sem haldið er úti af Bandaríska ríkinu. Þessu geta fylgt margir áhugaverðir gallar, eins og að flugmaðurinn gleymi lykilorðinu sínu.

 

Heimilisfang í Bandaríkjunum

Engum að óvörum geta verið gallar í API kerfinu. Ferðamenn geta verið merktir af algjörlega ímynduðum ástæðum.

Sé það raunin og þú ættir að fá að fljúga annars getur þú fengið svokallað redress number. Það er tilvísunarnúmer sem er notað ef þessi staða kemur upp sem DHS getur vonandi persínulega aðstoðað þá sem fara til Bandaríkjanna svo það gangi aðeins auðveldar fyrir sig í framtíðinni.