ESTA Umsókn Fyrir Íslenska Ríkisborgara

Þessi síða er í boði á eftirfarandi tungumálum:
Land:

Ísland

Höfuðborg: Reykjavík

ESTA Krafist:

Ísland hóf þátttöku í Visa Waiver Kerfi (VWP) Bandaríkja Norður-Ameríku árið 1991, síðan 2009 hafa Íslendingar getað sótt um 90 daga ferðaleyfi til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunnar, á netinu. Tilgangur heimsóknarinnar verður að vera viðskipti, ferðamennska (þ.m.t. af heilsufarsástæðum) og nám sem ekki gefur einingar. Umsókn á netinu er gerð í gegnum Rafrænt umsóknarkerfi fyrir ferðaleyfi (ESTA) sem hefur bætt innflutningsferli Heimavarnarráðuneytisins og gert íslenskum ríkisborgurum auðveldara að heimsækja Bandaríkin.

Íslendingar sem eru að skipuleggja ferð með önnur markmið í huga en þau sem minnst var á hér að ofan þurfa að sækja um B-2 ferðamannaáritun. Til þess að sækja um ferðamannaáritun þarf að fara í bandaríska sendiráðið í Reykjavík sem er til húsa á Laufásvegi 21, 101 Reykjavík.

ESTA er ekki vegabréfsáritun. Það er ferðaskjal/leyfi til þess að fara til Bandaríkjanna í 90 daga og er aðeins hægt að fá með því að sækja um á netinu.

Bandarísk innflytjendatölfræði um íslenska gesti

Að komast frá Íslandi til Bandaríkjanna

Keflavíkurflugvöllur (KEF – Reykjavik) er stærsti flugvöllur Íslands og helsti flugvöllurinn fyrir utanlandsflug. Hann er staðsettur 50km suð-vestur af Reykjavik. Helsta flugfélagið flýgur frá Keflavík er Icelandair. Í Reykjavík má einnig finna Reykjavíkurflugvöll en hann er aðallega notaður til innanlandsflugs.

Keflavíkurflugvöllur ef gjarnan notaður sem millilendingarstaður á milli Evrópu og Bandaríkjanna, það eru því fjölmargir flugkostir í boði. T.d. er hægt að fljúga beina leið til New York en flugið tekur aðeins 6 klst og 20 mínútur. Athugið dohop.is til þess að fá upplýsingar um flug.

Upplýsingar um flugvöllinn

Forbókaðu bílastæði áður en þú byrjar ferðalagið hérna. Vertu viss um að athuga aukaþjónustuna sem er afar hentug ef þú vilt spara tíma.
Áætlaður ferðatími frá Reykjavík til flugvallar með rútunni er 45 mínútur.
Hér finnur þú helstu leigubílastöðvarnar þar sem þú getur fundið leigubíl út á flugvöll: A – Stöðin, Borgarbílastöðin, BSR, City Taxi, og Hreyfill. Athugið verðin áður en þið farið inn í leigubílinn.

Hvenær er best að sækja um ESTA

Síðan í desember 2018 hefur ferðalöngum hefur verið skylt að sækja um ESTA a.m.k. 72 klst áður en farið er um borð í flugvél. Það er þó mælt með því að ferðalangar sækji um vikum eða mánuðum fyrirfram til þess að tryggja að ferðaleyfi þeirra (ESTA) hafi verið staðfest og samþykkt. Ef þú þarft vegabréfsáritun, skalt þú sækja um B-2 vegabréfsáritun í næsta bandaríska sendiráði. Hafðu í huga að það getur tekið talsverðan tíma að klára áritunina. Ef þú áætlar að ferðast til Bandaríkjanna í náinni framtíð, skalt þú sækja um strax í dag. Lestu meira um ESTA umsókn hér.

Íslendingar með samþykkt ESTA geta athugað stöðu eða skoðað uppfærslur. Skoðið þessa síðu til þess að fá nánari upplýsingar: verify/update ESTA.

Hér er dæmi um samþykkta ESTA umsókn:

Nokkrar ESTA staðreyndir um Ísland